Olís með óbreytt olíuverð - Landssamband smábátaeigenda

Olís með óbreytt olíuverð
Annan mánuðinn í röð heldur Olís olíuverði sínu frá bátadælu óbreyttu eða 122,80 krónur á lítrann. N1 hækkaði verðið um eina krónu á milli mánaða og Skeljungur hækkaði um tvær krónur.

Mismunur á hæsta og lægsta verði eru því 4,20 krónur.

Öll verð í könnunum eru án afsláttar og eru félagsmenn enn og aftur hvattir til þess að bera saman verð sem birt eru hér við þann afslátt sem þeir fá.

Verð á lítra 24. nóvember 2015

Olís                 122,60 kr / lítri
N1                   125,80 kr / lítri 
Skeljungur       126,80 kr / lítri


Fyrir réttu ári síðan eða þann  24. nóvember 2014 var verð á olíu hjá N1 167,00 kr á líter og er því lækkun á tímabilinu orðin 41,20 kr miðað við verðið í dag.

Hjá Skeljungi kostaði olían á sama tíma 161,90 kr á líter og hefur því lækkað um 35 kr fram til dagsins í dag.

Olís sem er með lægsta verðið í dag verðlagði olíuna á 163,80 kr fyrir ári síðan og hefur því lækkað olíuna um sömu krónutölu og N1 eða 41,20 kr á tímabilinu.

Þess má geta að útboð á olíu sem Landssamband smábátaeigenda stendur að ásamt Sjávarkaupum hf er í fullri drift þessa dagana og eru félagsmenn eindregið hvattir til þess 
að taka þátt í því og ná þannig meiri afslætti.


 

efnisyfirlit síðunnar

...