Afli á 1. ársfjórðungi - Landssamband smábátaeigenda

Afli á 1. ársfjórðungi
Afli sem hlutfall af úthlutun hjá krókaaflamarksbátum á 1. ársfjórðungi fiskveiðiársins er á sama róli og hann var í fyrra.  
Þorskafli þeirra er er að nálgast 11 þúsund tonn og ýsuaflinn 3.323 tonn.  Tölurnar samsvara 14,5% aukningu í þorski og 18,4% í ýsu.


Brýnt að hækka hlutdeild í ýsu

Eins og undanfarin ár er ýsuafli krókaaflamarksbáta langt umfram það sem þeirra hlutur er í heildarýsuaflanum.  Búið er að veiða 64% af því sem þeir fengu úthlutað í upphafi fiskveiðiársins sem er jafn hátt hlutfall og ársfjórðungurinn skilaði á síðasta fiskveiðiári.

Í aflamarkskerfinu er búið að nýta fjórðung af ýsuheimildunum sem er nokkru meira en á þessum tíma í fyrra.

Varðandi árleg vandræði í ýsunni, lítur LS svo á að stjórnvöld verði að koma að því málefni á grundvelli nýrrar aflareynslu sem hópurinn hefur áunnið sér á undanförnum árum.  
Ályktun aðalfundar um málefnið er eftirfarandi:

„Aðalfundur Landssambands smábátaeigenda skorar á ráðherra sjávarútvegsmála að hækka hlutdeild krókabáta í ýsu í 25% af heildarúthlutun sem er í samræmi við veiðar þeirra undanfarin ár.“Af úthlutun í þorski hafa krókaaflamarksbátar nú þegar veitt 28%, sem er nokkru lægra en í aflamarkinu þar sem hlutfallið er 31%.  

efnisyfirlit síðunnar

...