Grásleppan mætt - Landssamband smábátaeigenda

Grásleppan mætt

Glöggir smábátaeigendur hafa haft samband við skrifstofuna að undanförnu og tilkynnt um óvæntan gest í netin.  Gesturinn er hrognkelsi - bæði rauðmagi og grásleppa.  Spurnir af þessari óvæntu heimsókn í svartasta skammdeginu kemur á óvart og rekur menn ekki minni til að þeir hafi upplifað slíkt.


Aðspurðir segja menn grásleppuna vel á sig komna og hrogn byrjuð að myndast.  Dæmi eru um að veiðst hafi hrognafullar grásleppur.   Svæðið sem hér um ræðir er allt frá Ísafjarðardjúpi og að Skjálfanda.


Á tímum vaxandi umræðu um hlýnun sjávar og breytinga í hafinu sem lýsir sér m.a. í nýjum tegundum sem hér nema land er ekki óeðlilegt að hefðbundnar tegundir fari að hegða sér á annan hátt en þekkst hefur. 


Vakin er athygli á að skipum sem stunda netaveiðar er skylt að sleppa allri grásleppu sem er lifandi í netum þegar þau eru dregin.

 

efnisyfirlit síðunnar

...