Loðnan lætur ekki sjá sig - Landssamband smábátaeigenda

Loðnan lætur ekki sjá sig
Þann 29. nóvember sl. kom Árni Friðriksson úr sínum öðrum loðnuleiðangri á þessu hausti.   Niðurstöður leiðangursins liggja nú fyrir og mældust einungis 295 þúsund tonn af kynþroska loðnu sem gert er ráð fyrir að hrygni næsta vor.   Magnið er mun minna en mældist í fyrstu haustmælingunni þegar 550 þús. tonn mældust.


Hafrannsóknastofnun mun ekki leggja til breytingar á áður útgefinni ráðgjöf um aflamark, þar sem aðstæður voru afar erfiðar í leiðangrinum.  Veður og hafís hamlaði ransókninni.   


Boðaður hefur verið nýr leiðangur í janúar/febrúar 2016 og mun stofnunin í kjölfar hans endurskoða tillögur um heildaraflamark gefi niðurstöður mælinga tilefni til þess, eins og segir í fréttatilkynnigu frá Hafrannsóknastofnun.
 

efnisyfirlit síðunnar

...