LS 30 ára í dag - Landssamband smábátaeigenda

LS 30 ára í dag
5. desember 1985 var Landssamband smábátaeigenda stofnað.  Í dag eru því liðin 30 ár frá stofnun LS.

Screen Shot 2015-12-05 at 13.07.34.jpg
Fimmtudaginn 5. desember 1985 komu trillukarlar alls staðar af að landin til Reykjavíkur.  Tilefnið var að mæta á stofnfund væntanlegra samtaka þeirra - 
Landssambands smábátaeigenda. Fundurinn var haldinn í Rúgbrauðsgerðinni að Borgartúni 6 Reykjavík. 

Tll fundarins hafði boðað Arthur Bogason formaður undirbúningsnefndar.  Hann setti fundinn og hélt hvatningaræðu.

Á fundinum var meðal annars gengið frá samþykktum hins nýja félags Landssambands smábátaeigenda.  Fundinum lauk með kosningu stjórnar, sem skipuð var eftirtöldum:

Aðalstjórn:
Arthur Bogason Vestmannaeyjum formaður
Haraldur Jóhannsson Grímsey varaformaður
Albert Tómasson Hafnarfirði
Birgir Albertsson Stöðvarfirði
Sigurður Gunnarsson Húsavík
Skjöldur Þorgrímsson Reykjavík
Sveinbjörn Jónsson Suðureyri

Varastjórn:
Áki Guðmundsson Bakkafirði
Guðjón Guðmundsson Patreksfirði
Hilmar Sigurbjörnsson Vestmannaeyjum
Kristjón Guðmannsson Garði
Skarphéðinn Árnason Akranesi
Sævar Einarsson Sauðárkróki
Þröstur Kristófersson Hellissandi

  

Alls rituðu 33 smábátaeigendur undir fundargerð stofnfundar LS. 


Í fundargerð koma fram nöfn þeirra sem tóku til máls á fundinum.  Hér skal vitnað til hluta úr ræðum fjögurra fundarmanna:


Sveinbjörn Jónsson Suðureyri: 

„fjallaði hann um smábátaútgerð og gildi hennar og stöðu í þjóðfélaginu, ásamt mikilvægi þess að menn standi saman“


Albert Tómasson Garðabæ:

„talaði um gildi þess að draga fisk úr sjó sem frjálsir menn“  


Magnús Sveinsson Hafnarfirði:

„sagðist hafa verið á móti stofnun Landssambandsins, en nú væri málum þannig komið að lífsspursmál væri að Landssambandið yrði sterkt og sjálfstætt.“


Skarphéðinn Árnason Akranesi:

„lagði áherslu á það atriði, að fá að vera kóngur í ríki sínu, 
en það væri einmitt það sem trillusjómaðurinn væri.  
Því næst taldi hann nauðsynlegt að allir trillusjómenn yrðu sameinaðir, þá mundu þeir hrinda af sér þeim afarkostum, 
sem þeir búa nú við.“


Orð sem sannarlega eiga enn við.


Mynd af logo LS.png

Til hamingju með daginn.
 

efnisyfirlit síðunnar

...