Þorskurinn leitar til Frakklands - Landssamband smábátaeigenda

Þorskurinn leitar til Frakklands

Nýverið stóðu Íslandsstofa og Iceland Responsible Fisheries fyrir kynningarfundi um stöðu íslenskra sjávarafurða á Frakklandsmarkaði. 
Á fundinum flutti Marie Christine Monfort ráðgjafi í markaðssetningu sjávarafurða erindi.  Þar fjallaði hún m.a. um tækifæri Íslendinga til að ná fótfestu á værðmætari hluta franska markaðarins, einkum þar sem þorskur er í hávegum hafður.Björgvin Þór Björgvinsson verkefnisstjóri hjá Íslandsstofu greindi frá þróun útflutnings íslenskra sjávarafurða til Frakklands.  Samantekt Björgvins var öll hin fróðlegasta þar sem m.a. kom fram að verðmæti þorskafurða voru á árinu 2014 rúmlega sjöfalt meiri en þau skiluðu 2008.

Með því að vinna nánar með tölur úr fyrirlestri Björgvins kemur í ljós að verð á hvert kíló hefur þó ekki verið í stöðugri hækkun.  Hæst var það árið 2011, en þá skilaði hvert útflutt kíló af þorski 1.340 krónum, en á árinu 2014 var verðið 20% lægra.  

efnisyfirlit síðunnar

...