50% kvótaívilnun í Noregi - Landssamband smábátaeigenda

50% kvótaívilnun í Noregi

Mestur hluti þorskaflans í Noregi kemur á land á þremur mánuðunum febrúar, mars og apríl. Aðspurðir segja smábátaeigendur aðalástæðu þessa liggja í aflabrögðum, það sé á vísan að róa á þessum tíma og því ódýrast að ná kvótanum, fiskurinn sé þá við ströndina.  Veðurfar sé einnig yfirleitt betra þá en á haustin.  


Stjórnvöld hafa undanfarið leitað leiða til að jafna framboð yfir árið, þannig að hærra verð fáist.  Í því skyni hefur verið sett í reglugerð tvenns konar ívilnun fyrir smábáta sem eru styttri en 11 metrar.  Þeir fá 50% kvótaívilnun ef þeir landa lifandi þorski í kvíar og einnig fyrir þann afla sem þeir landa á tímabilinu september - desember.  

 

efnisyfirlit síðunnar

...