Deilistofnar gefa 180 þús. tonn - Landssamband smábátaeigenda

Deilistofnar gefa 180 þús. tonn
Fiskistofa hefur úthlutað aflamarki í deilistofnum - Norðuríshafsþorski, úthafskarfa, kolmunna og norsk-íslenskri síld.   Alls koma í hlut Íslands um 180 þús. tonn. 

 
Aflamark á almanaksárinu 2016 er úthlutað á grundvelli aflahlutdeildar.  Samanlagt aflamark er um 170 þús. tonn þegar dregin hafa verið frá 5,3%.  


Úthlutun sbr. aflahlutdeild einstakra tegunda eru:

Norðuríshafsþorskur  7.726 tonn  - slægt  -  21 skip með úthlutun
Úthafskarfi  2.497 tonn - afli upp úr sjó - 22 skip með úthlutun
Kolmunni  117.887 tonn - afli upp úr sjó - 18 skip með úthlutun
Norsk-íslensk síld  41.825 tonn - afli upp úr sjó - 17 skip með úthlutun


Af einstökum skipum kemur mest í hlut Þerneyjar RE af Norðuríshafsþorski 1.164 tonn, Snæfells EA í úthafskarfa 443 tonn, Beitis NK í kolmunna með 15.367 tonn og Vilhelms Þorsteinssonar EA í norsk-íslensku síldinni 4.359 tonn.


Sjá nánar skiptingu veiðiheimilda:

 
 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...