FME metur þorsk á 1.600 kr/kg - Landssamband smábátaeigenda

FME metur þorsk á 1.600 kr/kg
Á sl. ári sendi Fjármáleftirlitið dreifibréf til lánastofnana vegna viðmiðunar á virði aflahlutdeilda.  Bréfið hefur nú verið birt á heimasíðu FME.  

Í bréfinu er bent á nauðsyn þess að gefa út viðmið um virðismat aflahlutdeilda. 


 „Lánveitingar til sjávarútvegs eru stór hluti af lánasafni íslenskra fjármálafyrirtækja sem undirstrikar mikilvægi þess að til séu viðmið um virði aflahlutdeilda“ eins og segir í dreifibréfinu.   
Þá sé markaður með aflahlutdeildir grunnur og óskilvirkur og gefi því ekki endilega rétta mynd af virði aflahlutdeilda í stórum viðskiptum.


Í viðauka með bréfinu er birt mat á hverri fisktegund.  Það er m.a. skýrt með eftirfarandi sem fram kemur í dreifibréfi FME til lánastofnana:

„Viðmiðin grundvallast á virði aflaheimilda út frá heildarvirði sjávarútvegsins.  Áhættufrádragið grundvallast einkum á áhættu vegna breytinga á aflamagni og -verði.  Matið tekur mið af upplýsingum í ástandsskýrlum Hafrannsóknastofnunar auk þess sem það byggir á sögulegum aflagögnum og sögulegri verðþróun afurða og öðrum opinberum upplýsingum.“

Screen Shot 2016-01-27 at 22.16.40.png

 

efnisyfirlit síðunnar

...