Heimsafli 2013 - Ísland í 18. sæti - Landssamband smábátaeigenda

Heimsafli 2013 - Ísland í 18. sæti
Birtur hefur verið heimsafli fyrir árið 2013.  Alls gáfu höf veraldarinnar af sér um 93,9 milljónir tonna sem er 1,4 milljónum tonna meira en á árinu 2012.  Á lista yfir þær þjóðir sem mest veiddu 2013 trónir Kína í efsta sæti eins og fyrri ár með 16,7 milljónir tonna eða 17,6% heimsaflans. Ísland er í 18. sæti yfir aflahæstu þjóðirnar með 1,38 milljónir tonna, 1,5% á heimsvísu.


Af Norðurlandaþjóðunum veiddu Norðmenn mest, 2,2 milljónir tonna sem setti þá í 12. sæti á lista þjóða með mestan afla.


Tuttugu þjóðir veiddu yfir milljón tonn og eru aðeins þrjár Evrópuþjóðir á þeim lista.  Auk Íslendinga og Norðmanna voru Spánverjar yfir því marki.  


Í samantekt á heimsafla eftir heimsálfum er Asía með 54,6% - 51,3 milljónir tonna.  Ameríka er með næst mestan afla 19,5 milljónir tonna - 20,7% og Evrópa er í þriðja sæti með 14,7% - 13,8 milljónir tonna.  Afli Íslendinga jafngildir því 10% af heildarafla Evrópuþjóða.


Unnið upp úr tölum 
frá Hagstofu Íslands


 

 

efnisyfirlit síðunnar

...