Loðna í lágmarki - Landssamband smábátaeigenda

Loðna í lágmarki
Lokið er þriðja leiðangri Hafrannsóknastofnunar til loðnuleitar.  Hafrannsóknastofnun metur út frá mælingum sem gerðar voru að stærð stofnsins sé um 675 þús. tonn.  Auk rannsóknaskipanna Árna Friðrikssonar og Bjarna Sæmundssonar tóku þátt í 3 loðnuskip.   Leitarsvæðið náði frá Grænlandsssundi og austur fyrir land.


Fyrsti leiðangurinn á yfirstandandi fiskveiðiári stóð yfir frá 16. september - 4. október.  Í honum mældust 550 þús. tonn af kynþroska loðnu sem gert er ráð fyrir að hrygni í vor.  Annar leiðangur var 17. - 29. nóvember.  Þá var veður mjög óhagstætt til leitar og einungis 295 þús. tonn mældust.


Samkvæmt aflareglu sem stjórnvöld ákváðu að taka upp vorið 2015 verður heildaraflamark á vertíðinni 2015/2016 173 þús. tonn.  Í hlut Íslands koma rúm 100 þús. tonn, milli 40 og 50 þús. tonn til Norðmanna, um 20 þús. til Grænlendinga og um 9 þús. tonn til Færeyinga. 

efnisyfirlit síðunnar

...