Tvíburakort - bætt öryggi - Landssamband smábátaeigenda

Tvíburakort - bætt öryggi
Það er alltaf ánægjulegt þegar félagsmenn hafa samband við skrifstofuna og vekja athygli á því hvernig hægt er að auka öryggi til sjós.  Í vaxandi mæli reiða menn sig á símann þegar koma þarf boðum frá sér eða taka á móti t.d. beiðni um aðstoð.  Þá er eins gott að símtækið sé í lagi, virki eins og til er ætlast.


Nokkur dæmi eru um að menn hafa kosið að hafa tvö símtæki, annað á sér og hitt inni í stýrishúsi.  Vandamálið við það er að þá þarf að hafa tvö simanúmer, sem getur að sjálfsögðu orðið til þess að ekki næst í viðkomandi þar sem menn eru yfirleitt með eitt leiðandi númer.


Við eftirgrennslan hefur komið í ljós að Síminn býður upp á sérstakt kort sem hægt er að hafa í tveimur símum sem inniheldur sama símanúmer.  Sjá nánar Tvíburakort 


 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...