Áskorun um að efla strandveiðar - Landssamband smábátaeigenda

Áskorun um að efla strandveiðar
Snæfell félag smábátaeigenda á Snæfellsnesi skorar á stjórnvöld að grípa nú þegar til aðgerða við lagfæringar á strandveiðikerfinu.  Nauðsynlegt er að tryggja veiðar í 4 daga í viku hverri á tímabilinu maí - ágúst.


Strandveiðar hafa komið með ferskleika inn í sjávarútveginn, gefið ungum körlum og konum tækifæri til að hasla sér völl í útgerð smábáta. Veiðikerfi sem gerir ekki kröfu um fjárfestingu í veiðiheimildum, en nær að viðhalda fjölbreyttri útgerðarflóru þar sem verðandi útgerðarmenn geta stigið sín fyrstu spor.


Fundur Snæfells haldinn í Grundarfirði 14. febrúar 2016 skorar á alla stjórnmálaflokka að setja í stefnuskrá sína að efla skuli strandveiðar.  Veiðar smábáta eru gríðarlega mikilvægar fyrir hinar dreifðu byggðir, þar sem hvert starf leiðir af sér fjölmörg hliðarstörf.   Auk þessa hefur það sýnt sig að útgerð smábáta laðar að sér mikinn fjölda ferðamanna og eykur lífsánægju íbúa. 


Ólafsvík.jpg


 

efnisyfirlit síðunnar

...