Grásleppukarlar áhyggjufullir - Landssamband smábátaeigenda

Grásleppukarlar áhyggjufullir
Einn af dagskrárliðum félagsfundar Snæfells fjallaði um komandi grásleppuvertíð.  Í umræðu komu fram vonbrigði um hversu takmarkaður markaður fyrir grásleppuhrogn væri.  Það kæmi fyrir æ ofan í að draga þyrfti úr veiði vegna offramboðs, sem kæmi í kjölfar ofsafenginnar sóknar þar sem saman færi skortur á hrognum og mjög gott verð.


Eftirfarandi var samþykkt:

Félagsfundur í Snæfelli haldinn í Grundarfirði 14. febrúar 2016 lýsir áhyggjum sínum yfir þeirri óvissu sem ríkir í sölu á grásleppuhrognum.

Grásleppukarlar við Breiðafjörð hvetja félaga sína um land allt að sína varkárni og hefja ekki veiðar fyrr en upplýsingar um verð og veiðimagn liggur fyrir. 

efnisyfirlit síðunnar

...