Slægingarstuðull ræddur á Alþingi - Landssamband smábátaeigenda

Slægingarstuðull ræddur á Alþingi




Lögð hefur verið fram og mælt fyrir þingsályktun um endurskoðun á slægingarstuðlum.  Málið er endurflutt og er fyrsti flutningsmaður Ásmundur Friðriksson.


Þingsályktunin er eftirfarandi:

„Alþingi ályktar að fela sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að endurskoða reglur um slægingarstuðul og færa þær í þannig horf að staða aðila eftir svæðum verði jöfn, t.d. með því að heimila breytinlegan stuðul eftir veiðisvæðum og tímabilum.“


Í greinargerð segir m.a.: 

„Líkt og fram hefur komið er mismunandi eftir því á hvaða stöðum, með hvaða veiðarfærum og á hvaða tímabili er veitt hvert slóginnihald þorsks er og því er unnt að hagnast á stuðlinum eins og hann er í dag.  Á meðan margir hafa slóginnihald sem nemur 25-30% þá eru aðrir með slóginnihald sem nemur 6-10%.  Því er unnt að hagnast á því að landa inn óslægðum afla.“







 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...