Varkárni - Landssamband smábátaeigenda

Varkárni
Grásleppunefnd LS hefur nýlokið fundi.  Nefndarmenn voru sammála um að beina því til grásleppuveiðimanna að gæta ítrustu varkárni varðandi komandi vertíð.  Óvissa væri enn um markað fyrir hrognin og enn eru óseldar nokkuð hundruð tunnur frá síðustu vertíð.  


Nefndin hefur áhyggjur af aukinni samkeppni annarra hrognategunda og þá hefur lokun Rússlandsmarkaðar girt fyrir frekari tilraunir með útflutning þangað á frystum hrognum.   Fyrirsjáanlegt er að veiðigeta þeirra þjóða sem stunda grásleppuveiðar er nokkuð umfram núverandi markað á grásleppukavíar.


Rætt var um fjölda veiðidaga á næstu vertíð, en að svo komnu máli væri ekki tímabært að setja fram tillögu þar um.  Á sl. þremur vertíðum hefur hvert veiðileyfi gilt í 32 daga.


Á næstu dögum munu forsvarsmenn LS vinna að frekari upplýsingaöflun um grásleppuhrognamarkaðinn.  Þá verður einnig rætt við Grænlendinga varðandi veiðistýringu gerist þess þörf að takmarka þurfi veiðarnar.

Gráslepp.jpg 

efnisyfirlit síðunnar

...