Afli krókaaflamarksbáta eykst um 24% - Landssamband smábátaeigenda

Afli krókaaflamarksbáta eykst um 24%

Afli krókaaflamarksbáta á fyrri helmingi fiskveiðársins er 7.220 tonnum meiri en á sama tíma á sl. fiskveiðiári - 24% aukning.  
Í tonnum talið er aukningin mest í þorski 5.823 tonn - 29%.  Athygli vekur einnig mikil aukning í steinbít.


Nýting veiðiheimilda

Krókaaflamarksbátar hafa nýtt nokkru meira af aflaheimildum sínum í þorski og ýsu en í fyrra.  Í þorski var þetta hlutfall 53% (48%) og í ýsu 78% (72,4%).
Þessu er öfugt farið í þorskinum hjá aflamarksskipum.  Nýtingin nú 58,1% (56,1%), en ýsunni hefur veruleg aukning orðið milli ára úr (46,9%) í 53%.


Mikill samdráttur í heildarafla

Fiskistofa hefur gefið út aflatölur af veiðum á fyrri helmingi yfirstandandi fiskveiðiárs.  Alls veiddust 472 þúsund tonn á móti 648 þúsund tonnum á sama tíma á fiskveiðiárinu 2014/2015, samdráttur um 27,2%.

Helstu ástæður þessa er minni síldar- og loðnuafli, 32% minna af síld og 90% lækkun á aflatölum í loðnu.


Aukning í botnfiski

Alls eru 18 tegundir sem falla undir botnfisk.  Ánægjulegt er að sjá að þar hefur afli aukist um 8,3%.  Alls veiddust á Íslandsmiðum 233.707 tonn sem er aukning um rúm 17 þúsund tonn.  Þorskur var um 60% af heildarbotnfiskaflanum.

  

Taflan hér að neðan sýnir afla í helstu botnfisktegundum á tímabilinu 1. september - 29. febrúar fiskveiðiárið 2015/2016 og sama tímabil 2014/2015.

Screen Shot 2016-03-23 at 15.21.47.png


Tölur unnar upp úr 
grunni hjá Fiskistofu


 

efnisyfirlit síðunnar

...