Félagsfundur í Drangey - Landssamband smábátaeigenda

Félagsfundur í Drangey

Drangey - Smábátafélag Skagafjarðar hefur boðað til félagsfundar.

Fundurinn verður haldinn á Bláfelli Sauðárkróki laugardaginn 12. mars kl 14:00.


Á fundinum verður merki félagsins kynnt, en unnið hefur verið að gerð þess um nokkurt skeið.

Helstu málefni sem á dagskrá fundarins verða eru:

  • Strandveiðar

  • Grásleppumál

  • Gjöld og álögur á smábátaútgerðina

  • Innganga nýrra félaga.


Félagsmenn í Drangey eru hvattir til að fjölmenna til fundar og sýna þannig samstöðu með baráttumálum smábátaeigenda.


Formaður Drangeyjar er Steinar Skarphéðinsson.


Á aðalfundi LS 2015 var Drangey - Smábátafélag Skagafjarðar samþykkt sem 16. svæðisfélag Landssambands smábátaeigenda

IMG_2773.jpg


 

efnisyfirlit síðunnar

...