Grásleppufundur á Króknum - Landssamband smábátaeigenda

Grásleppufundur á Króknum

Formenn Skalla og Drangeyjar hafa boðað félagsmenn sína til fundar í dag miðvikudaginn 16. mars.  
Fundurinn verður á Kaffi Krók á Sauðárkróki og hefst kl 20:00.


Á fundinum verður ákvörðun sjávarútvegsráðherra um frestun á grásleppuvertíðinni til umræðu.   


Sigurði Inga Jóhannssyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur verið boðið á fundinn ásamt alþingismönnum beggja norðan kjördæmanna.


Smábátaeigendur eru hvattir til að fjölmenna til fundarins.  

Samstaðan er það vopn sem virkar.F.h. stjórna Skalla og Drangeyjar 

Steinn Rögnvaldsson formaður 
Steinar Skarphéðinsson formaður 


 

efnisyfirlit síðunnar

...