Heilindi í viðskiptum - Landssamband smábátaeigenda

Heilindi í viðskiptum
Niðurstöður alþjóðlegar rannsóknar um heilindi í viðskiptum með sjávarfang hefur komið af stað mikilli umræðu.  Matís er þátttakandi í rannsókninni og kynnti niðurstöður rannsóknarinnar 16. mars sl.


sitelogo.jpg
Í rannsókninni er greint hvort fisktegund sé í samræmi við það sem gefið er upp og eru auk Matís yfir 40 aðilar sem taka þátt um alla Evrópu.  Fyrstu niðurstöður hér á landi eru sláandi þar sem þær sýna að um 30% allra sýna sem tekin voru á veitingastöðum innihéldu annan fisk en tilgreint var á matseðli.


Fyrir okkur Íslendinga er það gríðarlega mikilvægt að heilindi séu viðhöfð í viðskiptum með fisk.  Dæmi eru um að ódýr hvítfiskur sé seldur sem þorskur úr N-Atlantshafi.  Í frétt Matís er bent á að hefbundið verð fyrir brauðaða pangasíus sé um fjórar evrur á hvert kg þegar verðið á þorski geti verið um 25 evrur.


 

efnisyfirlit síðunnar

...