Umsókn um grásleppuleyfi - Landssamband smábátaeigenda

Umsókn um grásleppuleyfi

Laugardaginn 26. mars næstkomandi verður heimilt að hefja grásleppuveiðar á eftirtöldum svæðum:


D - Húnaflói, frá Horni að Skagatá

E - Norðurland - frá Skagatá að Fonti á Langanesi

F -  Austurland - frá Fonti að Hvítingum

G -  Suðurland, frá Hvítingum að Garðskagavita


Þar sem upphafsdag ber upp á laugardag fyrir páska er sérstök athygli vakin á að aðilar sem ætla að hefja vertíðina einhvern af eftirtöldum dögum:  

Laugardaginn 26. mars
Páskadag 27. mars
Annan páskadag 28. mars
Þriðjudaginn 29. mars

verða að hafa gengið frá umsókn fyrir kl 15:00 nk. miðvikudag 23. mars og greiða fyrir leyfið fyrir kl 21:00 þann sama dag.
 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...