Upphafstíma seinkað til 1. apríl - Landssamband smábátaeigenda

Upphafstíma seinkað til 1. apríl

Sjávarútvegsráðherra hefur í samráði við Hafrannsóknastofnun seinkað upphafstíma grásleppuvertíðarinnar til 1. apríl.  Mikill kurr er í grásleppukörlum vegna þessa þar sem ákvörðunin er tekin allt of seint, það er aðeins 5 dögum fyrir útgefinn tíma.  Ljóst er að fjárhagslegt tjón og almenn leiðindi verða fylgifiskar ákvörðunarinnar.  Mannskapur hefur verið ráðinn frá og með 20. mars, búið að skipta úr öðrum veiðiskap yfir á grásleppuveiðar, segja sig frá annarri vinnu, verkendur búnir að semja við starfsfólk að vinna yfir hátíðisdagana og fleira sem tengist vertíðinni.   


Grásleppusjómönnum finnst vinnubrögð ráðherra forkastanleg og með henni sé engin virðing borin fyrir atvinnu þeirra.  


Ráðuneytið gefur þá skýringu á ákvörðuninni að hún sé tekin á grundvelli upplýsinga frá Hafrannsóknastofnun sem sýni að þorskur sem meðafli við veiðarnar sé mestur í upphafi vertíðar.  


Á fundi sem LS átti með sjávarútvegsráðherra 10. mars sl. bar þetta mál á góma.  Þar óskaði ráðherra eftir afstöðu félagsins um að seinka vertíðinni um nokkra daga.  Málefnið var tekið fyrir í grásleppunefnd LS samdægurs þar sem samþykkt var einróma að hafna tilfærslu á upphafstíma. Grásleppukarlar væru búnir að gera sínar ráðstafanir og því útilokað annað en halda sig við 20. mars sem upphafstíma veiðanna. 


Forsvarsmenn LS hafa óskað eftir neyðarfundi með ráðherra vegna ákvörðunarinnar.  
Screen Shot 2016-03-15 at 15.31.41.png


Gráslepp.jpg
 

efnisyfirlit síðunnar

...