Veiði takmarkist við 10 þús. tunnur - Landssamband smábátaeigenda

Veiði takmarkist við 10 þús. tunnur
Á undanförnum vikum hefur grásleppunefnd LS fundað um vertíðina sem hefst 20. mars nk. 

Eins og undanfarin ár er óvissa það eina sem er öruggt hjá grásleppukörlum.  


  • Hvað fæst fyrir grásleppuna og hrognin? 
  • Hversu mikið má veiða? 
  • Hvernig ástandið verði á miðunum?
  • Hvað verða margir dagar?
Svo e-ð sé nefnt.


Grásleppunefnd ákvað á fundi í dag að heildarveiði á vertíðinni 2016 fari ekki umfram 10 þús. tunnur.  Í fyrra jafngilti veiðin 12.152 tunnum og er því hér um samdrátt að ræða.  
Helstu ástæður þess eru markaðslegs eðlis, að ekki sé full vissa fyrir að hægt verði að selja meira magn.  
Það er skoðun nefndarinnar að fari veiðin ekki umfram 10 þús. tunnur geti grásleppukarlar vænst þess að stöðugleiki verði á markaðnum og verð lækki ekki frá því í fyrra.


Heildarmagn sem nefndin hefur ákveðið er þó háð því að tillögur Hafrannsóknastofnunar til ráðherra kveði ekki á um minni veiði en svarar til 10 þús. tunna.


Grásleppunefnd LS ítrekar skilaboð til grásleppukarla um varkárni, það er að hefja ekki veiðar fyrr en þeir hafa trygga sölu og verð hafi verið ákveðið.


Grásleppa.png

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...