Ákvörðun ráðherra 32 dagar - Landssamband smábátaeigenda

Ákvörðun ráðherra 32 dagar

Sjávarútvegsráðuneytið hefur tilkynnt Landssambandi smábátaeigenda að ráðherra hafi ákveðið að veiðidagar verði 32 á vertíðinni 2016.  Ákvörðunin veldur LS miklum vonbrigðum og telur að með henni verði veiði umfram eftirspurn sem m.a. mun leiða til meiri verðlækkunar en orðin er og birgðasöfnunar.  Vandamál sem grásleppusjómenn mega síst við.


Eins og komið hefur fram lagði LS til að veiðidagar yrðu 26 sem félagið telur að hefði þurft til að ná veiði sem svari til 10 þús. tunna.  Það magn er talið nægja til að koma á stöðugleika á markaðinn snúa af braut verðlækkunar.


Í tilkynningu sjávarútvegsráðuneytisins kemur fram að ákvörðun sjávarútvegsráðherra byggi á tillögum Hafrannsóknastofnunar um 6.800 tonna hámarksveiði.  Það magn gæti nægt til söltunar á 13 þús. tunnum af grásleppuhrognum.


DSC_0236.jpg
Grásleppuveiðar á Skjálfanda tekin í dag


 

 

efnisyfirlit síðunnar

...