Grásleppuvísitalan heldur sínu striki - Landssamband smábátaeigenda

Grásleppuvísitalan heldur sínu striki

Hafrannsóknastofnun hefur tilkynnt Atvinnuvega- og nýsköðunarráðuneytinu ráðgjöf um heildaraflamark á grásleppu 2016.  Ráðgjöfin byggir stofnmælingu í mars og er niðurstaðan ánægjuefni, þar sem stofnvísitalan helst áfram há er nánast sú sama og í fyrra 9,02 (9,06).


Samkvæmt ráðgjafarreglu Hafró verður útgefið heildaraflamark grásleppu 2016 6.800 tonn.  Það er um 10% hækkun frá árinu 2015, þegar stofnunin ráðlagði 6.200 tonna veiði.


Þess má geta að vísitalan hefur hækkað verulega frá 2013 þegar hún mældist 4,28.


Grásleppunefnd LS mun koma saman nk. föstudag 8. apríl.  Nefndin mun fjalla um hvort ástæða er til að óska eftir fleiri veiðidögum en þeim 20 sem reglugerð kveður nú á um.  Ljóst er að tillaga Hafrannsóknastofnunar mun ekki koma í veg fyrir að vertíðin skili af sér 10 þús. tunnum.7. apríl bætt við frétt

Kortin hér að neðan sýna útbreiðslu hrognkelsis í Ralli árin 2015 og 2016.  
Stærð hringanna endurspegla fjölda á togstöð.

2015:
Hrognkelsi_Rall_2015.jpg
2016:

Hrognkelsi_Rall_2016.jpg

 

efnisyfirlit síðunnar

...