Hrollaugsmenn ævareiðir - Landssamband smábátaeigenda

Hrollaugsmenn ævareiðir

Almennur fundur var haldinn í smábátafélaginu Hrollaugi vegna þeirrar stöðu sem upp er komin vegna skerðingar á strandveiðipotti á svæði D.  Mikill uppgangur hefur verið í strandveiðum á Höfn og búist við um 30% fjögun báta milli ára.  Skerðing aflaviðmiðunar nokkrum dögum fyrir upphaf veiðanna er því áfall og setur áætlanir úr skorðum. 


„Ályktun frá smábátafélaginu Hrollaugi

Félagsmenn Hrollaugs eru ævareiðir vegna ákvörðunar ráðherra um að skerða strandveiðipott á svæði D um 200 tonn.

Að skerða veiðiheimildir strandveiðimanna á svæði D er algjörlega á skjön við þá kvótaaukningu sem orðið hefur á þessu ári og ekki síst í ljósi þess að heildar strandveiðipotturinn hefur verið aukinn um 400 tonn frá fyrra ári.

Margir nýir menn eru að hefja strandveiðar á svæði Hrollaugs í ár og finnst þeim þetta vægast sagt dapurleg ákvörðun hjá sjávarútvegsráðherra.


Samkvæmt meðfylgjandi töflu frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu getum við ekki séð tilefni til skerðingar, rauðlitað hefur verið bætt inn af Hrollaugi.

Screen Shot 2016-04-29 at 10.09.52.png
Við skorum hér með á sjávarútvegsráðherra að endurskoða ákvörðun sína sem varðar skerðingu strandveiðipotts á svæði D.


Hornafjörður 28. apríl 2016

Fh. Hrollaugs
Elvar Unnsteinsson formaður“

IMG_0845.jpg
Von SF 2, á strandveiðum 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...