Hver dagur gefur minna - Landssamband smábátaeigenda

Hver dagur gefur minna

Grásleppuvertíðin er hafin um land allt, ef undan er skilið svæðið á innanverðum Breiðafirði þar sem veiðar hefjast 20. maí.  Veiðin hefur verið í meðallagi á flestum svæðum er undan er skilinn Húnaflói og Skagafjörður þar sem veiði er yfir veiði meðalvertíðar.  


Þegar á heildina er litið hefur hver dagur gefið nokkru minni veiði en í fyrra, en á það ber að líta að þá var grásleppuveiði betri en nokkru sinni fyrr.


Samkvæmt upplýsingum um afla á vef Fiskistofu hafa nú veiðst 586 tonn af óslægðri grásleppu, en á sama tíma í fyrra höfðu veiðst 961 tonn.   Vertíðin í ár hófst þann 26. mars en í fyrra var byrjað á hefðbundnum tíma þann 20. mars.

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...