Strandveiðar 2016 hefjast 2. maí - Landssamband smábátaeigenda

Strandveiðar 2016 hefjast 2. maí
Eigendur strandveiðibáta um land allt eru nú í óða önn að gera sig klára til veiðanna sem hefjast nk. mánudag 2. maí.  Að mörgu þarf að hyggja þannig að öllum skilyrðum fyrir veiðileyfi sé fullnægt.  Umsókn fer í gegnum Ugga á vef Fiskistofu.  


Sérstök athygli er vakin á að sé ætlunin að hefja strandveiðar 2. maí þarf að sækja um veiðileyfi fyrir kl 15:00 á morgun - föstudaginn 29. apríl og greiða greiðsluseðil fyrir leyfið í heimabanka fyrir kl 21:00 þann dag.
Þegar þetta er skrifað rétt fyrir hádegi hafði Fiskistofa samþykkt 275 umsóknir um strandveiðileyfi.  Gera má ráð fyrir að á fjórða hundrað bátar hefji veiðar á fyrsta degi strandveiða 2016.

Strandveiðar hófust í júní 2009 og er tímabilið sem nú fer í hönd því það áttunda í röðinni.


Fundur með sjávarútvegsráðherra

Talsverðrar óánægju gætir meðal strandveiðimanna vegna ákvörðunar sjávarútvegsráðherra að minnka aflaviðmiðun á svæði D um 200 tonn á sama tíma og bætt er 400 tonnum við heildarpottinn.   Gert hafði verið ráð fyrir að viðbótinni yrði skipt í þeim hlutföllum sem verið hefur undanfarin ár.  Inngrip ráðherra kom því verulega á óvart.

LS mun funda með sjávarútvegsráðherra næstkomandi mánudag 2. maí.  Á fundinum verða strandveiðar m.a. til umræðu þar sem LS mun koma sjónarmiðum sínum á framfæri og hvetja ráðherra til að auka aflaviðmiðun til strandveiða.  

Screen Shot 2014-05-06 at 16.09.53.jpg
 

efnisyfirlit síðunnar

...