Strandveiðar 2016 - reglugerð - Landssamband smábátaeigenda

Strandveiðar 2016 - reglugerð

Undirrituð hefur verið reglugerð um strandveiðar fiskveiðiárið 2015/2016.  Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur boðað birtingu hennar í Stjórnartíðindum í dag 26. apríl 2016.


Í reglugerðinni er aflaviðmiðun alls 9.000 tonn sem er hækkun um 400 tonn frá í fyrra.

Ráðuneytið ákvað að breyta aflahlutföllum milli svæða.   Þannig hækkar viðmiðun á svæði A um 550 tonn og á B um 50 tonn.  Á C svæði er aflaviðmiðun óbreytt, en á D lækkar viðmiðunin um 200 tonn.

Taflan hér að neðan sýnir viðmiðun í ár og hverjar þær voru árið 2015.  

Screen Shot 2016-04-26 at 11.13.09.png

Að öðru leiti er reglugerðin 2016 óbreytt frá í fyrra.

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...