Month: May 2016

  • Hrollaugur þrýstir á alþingismenn og ráðherra

    Hrollaugur – félag smábátaeigenda á Hornafirði – hefur sent alþingismönnum áskorun um að beita sér að alefli í að leiðrétta aflaviðmiðun á svæði D.   Í reglugerð um strandveiðar sem gefin var út 26. apríl var aflaviðmiðun á svæði D lækkuð um 200 tonn.  Vegna þessa risu upp hávær mótmæli smábátaeigenda og ályktuðu mörg svæðisfélög…

  • Ráðherra bregðist við breyttum forsendum

    Landssamband smábátaeigenda hefur sent Gunnari Braga Sveinssyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra bréf um þá stöðu sem komin er upp í strandveiðum á svæði D. Í bréfinu er ítrekuð áhersla LS að ráðherra auki við veiðiheimildir til strandveiða þannig að ekki komi til stöðvunar veiða í miðjum mánuði.   Þá skorar LS á ráðherra að bregðast tafarlaust…

  • Þorskveiði – svipaður hrynjandi

    Mikil umræða hefur verið meðal sjómanna um góða veiði á þorski ár eftir ár.  Yfirstandandi fiskveiðiár virðist slá öll fyrri met.  Takmarkaðar aflaheimildir koma ekki í veg fyrir að hægt er að tala um landburð dag eftir dag. Sögur sagðar að það hafi tekið 1 klukkustund og 8 mínútur að ná skammtinum í strandveiðum, togað…

  • Lagfærum strandveiðar

    Þann 24. maí sl. birtist í Morgunblaðinu eftirfarandi eftir Örn Pálsson.

  • Félagsmenn nýti sér afsláttarkjör

    Skeljungur, Bílanaust og Víking Björgunarbúnaður eiga það sammerkt að bjóða félagsmönnum LS sérstök afsláttarkjör. Skeljungur Samningur LS, Skeljungs og Sjávarkaupa gengur út á að verð á bátaolíu til þátttakenda tekur mánaðarlegum breytingum miðað við heimsmarkaðsverð.  Auk þess er veittur afsláttur af smurefnum og bensíni og olíu á bifreiðar þátttakenda.   Góður rómur hefur verið gerður…

  • 11 bátar komnir með yfir 8 tonn

    Að loknum 10 dögum á strandveiðum fimmtudaginn 19. maí höfðu 507 bátar virkjað veiðileyfi sín. Heildaraflinn er að nálgast tvö þúsund tonn – 1.945 tonn, að meðaltali 3,8 tonn á bát. Alls eru 11 bátar búnir að fiska meira en 8 tonn og einn þeirra Jón Pétur RE er skriðinn yfir níu tonn – 9.009…

  • Tveir dagar eftir á D-svæðinu

    Tilkynnt hefur verið um stöðvun veiða á svæði D.  Aðeins verður heimilt að róa í tvo daga í næstu viku, mánudag og þriðjudag.   Frá og með miðvikudeginum 25. maí verða strandveiðar óheimilar á svæði D og stendur bannið til mánaðamóta. Samkvæmt nýjustu aflauppfærslu strandveiða á eftir að veiða 49,8 tonn af aflaviðmiðun í maí.…

  • Stöðvun strandveiða á svæði A

    Fiskistofa hefur tilkynnt að strandveiðar séu óheimilar á svæði A frá og með 20. maí til mánaðamóta.  Það er mat stofunnar að viðmiðurafla fyrir svæðið verði náð að loknum veiðum í dag.  Af því tilefni hefur Fiskistofa boðað birtingu auglýsingar sem mun birtast í Stjórnartíðindum síðar í dag. Að loknum veiðum í gær 18. maí…

  • Góður afli hjá strandveiðibátum

    Strandveiðibátar eru nú að veiðum á sínum 9. degi.  Á flestum stöðum hefur afli verið með afbrigðum góður og meðaltalsafli í róðri hár.  Á A svæðinu 665 kg og D litlu lægri 654 kg.   Þegar staðan var tekin eftir 8 daga var heildaraflinn 1.387 tonn og aflahæstu bátarnir voru komnir með rúm 7 tonn.…

  • Makríll farinn að sjást við Færeyjar

    Íslensk skip sem stundað hafa kolmunnaveiðar við Færeyjar hafa að undanförnu fengið umtalsvert magn af makríl í flotvörpuna.  Meðal annars landaði Venus NS alls 424 tonnum af markíl með rúmum 2.000 tonnum af kolmunna.  Hvort þessar fréttir eru vísbending á góða makrílvertíð skal þó ekkert fullyrt um. Kolmunnaveiðar hafa á þessu ári hafa gengið mjög…