„Fallegur fiskur“ - takið þátt - Landssamband smábátaeigenda

„Fallegur fiskur“ - takið þátt
LS og Matís hafa tekið höndum saman undir orðunum „fallegur fiskur“.

sitelogo.jpg


Facebook síða hefur verið stofnuð þar sem sjómenn sýna í máli og myndum hvað þarf til svo 5***** fiski sé landað. 


Sýnum það besta
Markmið verkefnisins er að auka vitund um mikilvægi góðrar aflameðferðar og hversu miklu máli það skiptir að stunda vönduð vinnubrögð.  Sýna almenningi frá lífinu á sjónum, veiðum, aflameðferð, löndun svo eitthvað sé nefnt.


Verðlaun í boði
Í lok hvers mánaðar, maí, júní, júlí og ágúst verður einn sjómaður valinn sem þykir hafa skilað besta og jákvæðasta efninu.  Eingöngu verður lagt mat á myndirnar og textann og mun það vera í höndum Matís og LS að velja úr aðsendum og birtum myndum.
Screen Shot 2016-05-04 at 16.17.59.png


Fangið augnablikið og deilið
Myndir eða stutt myndbönd mega vera af nánast hverju sem er varðandi sjómennsku, veiðar og aflameðferð.  Við viljum þó fyrst og fremst sjá myndir sem fanga jákvæða mynd aflameðferðar, hvað það er sem gerir fiskinn þinn***** fiski og með hvaða hætti þú getur sýnt það í máli og myndum.   


Nánari leiðbeiningar til þátttöku:

Facebook
1.    Farðu á síðuna www.facebook.com/fallegurfiskur  eða finndu síðuna í Facebook símaappi undir Fallegur fiskur og smelltu á „Like“ hnappinn. 

2.    Taktu mynd sem varpar ljósi á góða meðhöndlun afla/hráefnis sem gerir það að verkum að fyrsta flokks afli berist að landi. 

3.    Settu myndina á vegginn hjá www.facebook.com/fallegurfiskur og skrifaðu lýsandi texta um myndina. 

4.    Smelltu á „Share“ hnappinn eða þann hnapp sem deilir myndinni og textanum á Facebook.


Instagram
1.    Farðu á síðuna www.instagram.com/fallegurfiskur/ eða finndu síðuna í Instagram símaappi undir Fallegur fiskur og smelltu á „Follow“ hnappinn.

2.    Taktu mynd sem varpar ljósi á góða meðhöndlun afla/hráefnis sem gerir það að verkum að fyrsta flokks afli berist að landi. 

3.    Settu myndina með lýsandi texta á Instagram vegginn þinn en gerðu auk þess tvennt:
a.    „Hash-taggaðu“ / notaðu myllumerkið (#) á myndina/færsluna með #fallegurfiskur og
b.    Settu @fallegurfiskur í textann eða „Taggaðu“ fallegurfiskur í „Tag people“  valmöguleikanum.

4.    Smelltu á „Share“ hnappinn eða þann hnapp sem deilir myndinni og textanum á Instagram.


Twitter
1.    Farðu á síðuna https://twitter.com/fallegurfiskurhttps://twitter.com/fallegurfiskur eða finndu síðuna í Twitter símaappi undir Fallegur fiskur og smelltu á „Follow“ hnappinn.

2.    Taktu mynd sem varpar ljósi á góða meðhöndlun afla/hráefnis sem gerir það að verkum að fyrsta flokks afli berist að landi. 

3.    Settu myndina með lýsandi texta á Twitter vegginn þinn en gerðu auk þess tvennt:
a.    „Hash-taggaðu“ / notaðu myllumerkið (#) á myndina/færsluna með #fallegurfiskur og
b.    Settu @fallegurfiskur í textann eða „Taggaðu“ fallegurfiskur í „Who‘s in this photo“ valmöguleikanum.

4.    Smelltu á „Tweet“ hnappinn eða þann hnapp sem deilir myndinni og textanum á Twitter.


Gangi ykkur vel 


 

efnisyfirlit síðunnar

...