Fontur vill óbreytt hlutföll - Landssamband smábátaeigenda

Fontur vill óbreytt hlutföll
Stjórn Fonts hefur sent frá sér eftirfarandi áskorun til stjórnvalda:


Áskorun frá Smábátafélaginu Fonti
(Kópasker - Vopnafjörður)


Til:  Forsætisráðherra, sjávarútvegsráðherra og Atvinnuveganefndar Alþingis

Á fundi stjórnar Smábátafélagsins Fonts þann 30. apríl 2016 var samþykkt að beina eftirfarandi áskorun til stjórnvalda:  
 
 
Stjórn Fonts mótmælir harðlega ákvörðun sjávarútvegsráðherra um strandveiðar 
er snýr að skiptingu veiðiheimilda milli svæða.  Þess er krafist að sami háttur
verði hafður á og áður að aukningu verði úthlutað í þeim hlutföllum sem
verið hefur milli svæðanna.  Það eru því veruleg vonbrigði að ákveðið hafi
verið að skerða svæði D um 200 tonn.   Stjórn Fonts skorar á sjávarútvegsráðherra að draga ákvörðun sína til baka.


Stjórn Fonts hvetur sjávarútvegsráðherra að ef til þess kemur að eitthvert
veiðisvæðanna nái ekki viðmiðun sinni að þá verði dögum fjölgað á öðrum 
svæðum.Þórshöfn 30.4.2016

Stjórn Smábátafélagsins Fonts,
Oddur Vilhelm Jóhannsson, formaður  Vopnafirði
Ragnar Jóhannsson Raufarhöfn
Einar Sigurðsson Raufarhöfn
Halldór Stefánsson Þórshöfn
Jóna Fríða Kristjánsdóttir Vopnafirði

Þórshöfn 2015.jpg


 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...