Þorskveiði - svipaður hrynjandi - Landssamband smábátaeigenda

Þorskveiði - svipaður hrynjandi
Mikil umræða hefur verið meðal sjómanna um góða veiði á þorski ár eftir ár.  Yfirstandandi fiskveiðiár virðist slá öll fyrri met.  Takmarkaðar aflaheimildir koma ekki í veg fyrir að hægt er að tala um landburð dag eftir dag.

Sögur sagðar að það hafi tekið 1 klukkustund og 8 mínútur að ná skammtinum í strandveiðum, togað hafi verið í 10 mínútur og aflinn 20 tonn.  Þessi aðilar aldrei lent í öðru eins.


Líkt og undanfarin ár reyna útgerðaraðilar að dreifa veiðinni, taka ekki of mikið á stuttum tíma. Áhugavert er að því tilefni að skoða dreifingu þorskveiða á fyrstu 9 mánuði fiskveiðiársins, september - maí.

pic58520.jpg
Bætt er við þeim 10% sem kvótinn var aukinn um flesta mánuðina að nóvember undanskildum.   Minna er nú veitt í mars en bætt við í apríl, líklega hafa páskarnir haft mikið að segja um það. Páskadag bar upp á 5. apríl í fyrra, en var í ár 26. mars.


Súluritið er frá Fiskistofa
 

efnisyfirlit síðunnar

...