Ráðherra bregðist við breyttum forsendum - Landssamband smábátaeigenda

Ráðherra bregðist við breyttum forsendum
Landssamband smábátaeigenda hefur sent Gunnari Braga Sveinssyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra bréf um þá stöðu sem komin er upp í strandveiðum á svæði D.


Í bréfinu er ítrekuð áhersla LS að ráðherra auki við veiðiheimildir til strandveiða þannig að ekki komi til stöðvunar veiða í miðjum mánuði.  
Þá skorar LS á ráðherra að bregðast tafarlaust við breyttum aðstæðum á svæði D.  Við ákvörðun um skerðingu aflaviðmiðunar á svæðinu um 200 tonn hafi hann lagt til grundvallar að aflaviðmiðun hefði ekki náðst á undanförnum árum.   Sú forsenda er brostin, afli og þátttaka í veiðunum hefur stóraukist milli ára.  Skorað er á ráðherra að bregðast nú þegar við með því að hækka aflaviðmiðun.   


Sjá nánar:

 

efnisyfirlit síðunnar

...