Stöðvun strandveiða á svæði A - Landssamband smábátaeigenda

Stöðvun strandveiða á svæði A
Fiskistofa hefur tilkynnt að strandveiðar séu óheimilar á svæði A frá og með 20. maí til mánaðamóta. 


Það er mat stofunnar að viðmiðurafla fyrir svæðið verði náð að loknum veiðum í dag.  Af því tilefni hefur Fiskistofa boðað birtingu auglýsingar sem mun birtast í Stjórnartíðindum síðar í dag.


Að loknum veiðum í gær 18. maí var staðan sú að 8% átti eftir að veiða alls 65 tonn.  Þann dag var veiði mjög góð alls 139 tonn hjá 187 bátum.

Screen Shot 2016-05-19 at 13.20.00.png
 

efnisyfirlit síðunnar

...