Heildarafli í þorski verði 273 þúsund tonn - Landssamband smábátaeigenda

Heildarafli í þorski verði 273 þúsund tonn
Fyrr í dag átti LS fund með Gunnari Braga Sveinssyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.  Tilefnið var ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um heildarafla á næsta fiskveiðiári.


Í tillögum Landssambands smábátaeigenda er ráðherra hvattur til að heimila 273 þúsund tonna þorskafla á fiskveiðiárinu sem hefst 1. september n.k.   Að vanda voru tillögur LS ítarlegar og náðu til sjö tegunda.


Varðandi þorskinn segir m.a. í bréfi LS til ráðherra: 


Ráðherra óski eftir sérstakri athugun
Af svörum (Hafrannsóknastofnunar) að dæma má ætla að það óvænta og óútskýranlega þyngdartap hafi leitt til þess að ráðlagður heildarafli er 25 þúsund tonnum lægri en hann hefði orðið ef meðalþyngd hefði ekki lækkað.  Þar sem þyngdartapið kemur sjómönnum ekki síður en starfsmönnum Hafrannsóknastofnunar í opna skjöldu fer LS þess á leit við ráðherra að hann óski eftir sérstakri athugun á vormælingunni þar sem leitað verði skýringa á orsökunum.   
Ath.  útflutningsverðmæti 25 þúsund tonna af þorski gæti numið allt að 15 milljörðum.Afli lægri en aflaregla kveður á um
Hlutfall þess sem veitt hefur verið ár hvert úr veiðistofninum hefur á undanförnum fimm árum verið 18,8%.  Verði hins vegar farið eftir tillögum LS um 273 þús. tonn mun veiðihlutfallið verða nokkru hærra.  LS minnir á að inneign er svo sannarlega fyrir slíkri veiði, þ.s. bakreikningar sýna að alls 68 þús. tonn vantar upp á að veiði sl. 5 ára hafi skilað 20% af veiðistofni.  Tillaga LS byggir á að helmingur þess 34 þús. tonn verði bætt við ráðlagðan hámarksafla Hafrannsóknastofnunar fyrir yfirstandandi fiskveiðiár.  Meðalþyngd landaðs afla gefur 273 þúsund tonn 
Þessu til viðbótar styður það einnig tillögu LS að ef miðað væri við meðalþyngd þorsks í lönduðum afla 2015 væri viðmiðunarstofn þorsks 1.365 þúsund tonn og 20% veiðihlutfall gæfi 273 þúsund tonn.


Taflan sýnir tillögur LS, Hafró og frávik.

Screen Shot 2016-06-14 at 13.39.50.png


Bréf LS til ráðherra:  Tillaga LS heildarafla 14.6.2016.pdf

 

efnisyfirlit síðunnar

...