Aukið gegnsæi hjá Gildi - Landssamband smábátaeigenda

Aukið gegnsæi hjá GildiGildi-lífeyrissjóður hefur hrundið í framkvæmd hluthafastefnu sjóðsins sem lítur að auknu gegnsæi.  Framvegis verða birtar upplýsingar um atkvæðagreiðslu og tillögugerð sjóðsins á aðalfundum skráðra hlutafélaga.
Upplýsingarnar munu m.a. sýna hvernig sjóðurinn greiddi atkvæði á aðalfundum hlutafélaga um tillögur sem þar voru bornar fram, þar með talið við kjör í stjórn. 


9b6b01ca-9352-4843-95fe-ac087cca9327.jpg
Hluthafastefna Gildis hefur verið í stöðugri þróun frá árinu 2013 og 
„er höfð að leiðarljósi við ákvarðanir sjóðsins um fjárfestingar og segir til um hvernig Gildi hyggst beita sér sem fjárfestir og hvernig sjóðurinn mun fylgja fjárfestingum sínum eftir“ 
eins og segir í frétt frá Gildi-lífeyrissjóði.


Með því að blikka hér er má sjá upplýsingar um atkvæðagreiðslu á aðalfundum félaganna 2016, sem alls eru 15 talsins.  


Í töflunni sem hér birtist er samantekt um félögin 15, eignarhlut Gildis-lífeyrissjóðs í þeim og hvar í röðinni sjóðurinn er í hópi stærstu eigenda.  Upplýsingar fengnar af heimasíðum þeirra og keldan.is 
 
Gildi er stærsti eigandinn í Reitum fasteignafélagi hf og Högum hf, 

Næst stærstur er Gildi í 4 félögum:  Símanum hf., N1 hf., Fjarskiptum hf. og Tryggingamiðstöðinni.

Með þriðja mesta eignarhlut í þremur:  Marel, Össuri og Sjóvá-Almennum tryggingum hf.

Screen Shot 2016-08-29 at 13.28.05.png


 

efnisyfirlit síðunnar

...