Framboð til formanns LS - Landssamband smábátaeigenda

Framboð til formanns LS
Þórður Birgisson eigandi og útgerðarmaður Mána ÞH 98 og Inga ÞH 198 hefur ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í LS.


Þórður er 44 ára Húsvíkingur og gerir þaðan út en er búsettur á Akureyri.  Þórður er félagsmaður í Kletti - félagi smábátaeigenda Ólafsfjörður - Tjörnes.


Þórður Birgisson.jpg
Í stuttu spjalli um framboðið sagði Þórður margt hafa hvatt hann til þessarar ákvörðunar og þegar öllu hefði verið púslað saman þá hefði niðurstaðan verið að gefa kost á sér.  „Ég hef brennandi áhuga á öllu sem viðkemur smábátaútgerðinni og er viss um að geta bætt í það góða starf sem unnið hefur verið hjá Landssambandi smábátaeigenda“.   


Þórður sagðist ætla að stunda útgerðina áfram og ekki hafa í hyggju að flytjast búferlum.  „Tæknin býður upp á að hægt er að sinna ákveðnum störfum án þess að vera á staðnum, en vissulega verður ekki hjá því komist að vera til taks á skrifstofu LS á ákveðnum tímum“, sagði Þórður.  

efnisyfirlit síðunnar

...