Aðalfundur Snæfells 11. september - Landssamband smábátaeigenda

Aðalfundur Snæfells 11. september
Það er vel til fundið að Snæfell hefji aðalfundarröð svæðisfélaga LS.  Snæfell er stærsta svæðisfélaga Landssambands smábátaeigenda með alls 142 báta í eigu félagsmanna.


Aðalfundurinn verður haldinn á Kaffi Emil í Grundarfirði sunnudaginn 11. september.

Fundurinn hefst kl 16:00 með skýrslu stjórnar sem formaður félagsins Guðlaugur Gunnarsson flytur.  Að skýrslugjöf lokinni fylgja venjuleg aðalfundarstörf.


Félagsmenn í Snæfelli eru hvattir til að fjölmenna og sýna þannig samtakamátt sinn. Alþingiskosningar á næsta leiti og því brýnt að skerpa á helstu málum smábátaeigenda.


Formaður og framkvæmdastjóri LS mæta á fundinn.

Veitingar í boði Snæfells.Sjá nánar:     Aðalfundur Snæfells 2016.pdf


 

efnisyfirlit síðunnar

...