Alls 916 bátar innan LS - Landssamband smábátaeigenda

Alls 916 bátar innan LS
Í aðdraganda 32. aðalfundar LS sem haldinn verður á Grand Hóteli 13. og 14 október nk eru  ýmis mál krufin og gerð upp.  Meðal þeirra er skipting 36 fulltrúa sem rétt eiga á að sitja  aðalfundinn og svæðisfélög LS kjósa á aðalfundum sínum.  Við útreikning kom m.a. fram að alls eru 916 bátar á bakvið fulltrúana.  Flestir koma frá Snæfelli, sem þar með er stærsta félagið innan LS, alls 5 og 4 koma frá Kletti og Félagi smábátaeigenda á Austurlandi.

Screen Shot 2016-09-09 at 15.29.01.pngÞað skal sérstaklega tekið fram að aðalfundur LS er opinn öllum félagsmönnum.  Þeir sem ekki eru kjörnir á aðalfundum svæðifélaganna verða þó að sætta sig við að hafa málfrelsi og tillögurétt en ekki atkvæðisrétt.  Þeir aðilar sem hyggjast koma til aðalfundar LS eru vinsamlegast beðnir að senda tölvupóst og tilkynna sig.    

Munið allir félagsmenn hjartanlega velkomnir á aðalfund LS

 
 

efnisyfirlit síðunnar

...