Áttaþúsund tonna múrinn rofinn - Landssamband smábátaeigenda

Áttaþúsund tonna múrinn rofinn
Öll aflamet smábáta á makríl hafa verið slegin.  Þegar staðan var tekin fyrr í dag var aflinn kominn yfir áttaþúsund tonn - 8.055 tonn.  Aflahæstur er Siggi Bessa með rúm 515 tonn.   Alls hafa 51 bátur hafið veiðar og því meðalafli á hvern bát 158 tonn.


Hin góðu aflabrögð sem hér er lýst svara til 6% af heildaraflanum, sem er kominn í 135 þús. tonn.  Það sýnir vel hversu brýnt það er að auka hlutdeild smábáta, en krafa LS er 16% hlutdeild.


Auk Sigga Bessa SF eru þrír bátar komnir með yfir 400 tonna afla og alls 11 með yfir 300 tonn. 

Skráin er unninn 
upp úr tölum Fiskistofu


 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...