Leiga úr viðbótakvóta lækkar - Landssamband smábátaeigenda

Leiga úr viðbótakvóta lækkar
Gefin hefur verið út reglugerð við breytingu á lögum um viðbótakvóta í makríl.  Samkvæmt bráðabirgðaákvæði við lög um stjórn fiskveiða hafa smábátar rétt á að leigja til sín allt að 2.000 tonn af makríl.  

Breytt ákvæði hefur í för með sér að leiga á veiðiheimildum lækkar úr 8 krónum í 2,78 krónur. Einnig breytist hámarkið sem leigja má hverju sinni, hækkar úr 20 tonnum í 35 tonn.   Þá er fellt brott ákvæði sem var í reglugerð um 80% veiðiskyldu á viðbótarkvóta.

Allar eru þessar breytingar jákvæðar fyrir makrílveiðar smábáta og síðast en ekki síst að allir bátar að 30 brt og að 15 m hafa heimild til að leigja til sín, heimildin ekki bundin við þá sem fengu úthlutun í makríl.


Sjá nánar
Makríll á silfurfati.jpg 

efnisyfirlit síðunnar

...