Rífandi gangur hjá Árborg - Landssamband smábátaeigenda

Rífandi gangur hjá Árborg
Það bar til tíðinda á aðalfundi Árborgar að á fundinn mættu nýir félagsmenn í yngri kantinum.  

Ungt par frá Eyrarbakka festu kaup á smábát fyrr á þessu ári og er stefnan sett á strandveiðar næsta sumar á Stakki ÁR 5.   Eigendurnir Guðmundur Ingi og Rebekka Sif eru bæði í námi sem nýtist þeim við útgerðina, hún í Vélskólanum og hann í Stýrimannaskólanum.  LS óskar Guðmundir Inga og Rebekku Sif til hamingju með ákvörðunina og velgengni um alla framtíð.


Aðalfundur Árborgar var prýðilega sóttur og umræður góðar.  Stjórn félagsins var öll endurkjörin en hana skipa eftirtaldir:

Þorvaldur Garðarsson formaður
Haukur Jónsson varaformaður
Ólafur Ingi Sigurmundsson ritari
Stefán Hauksson gjaldkeri
Gísli Unnsteinsson meðstjórnandi


Til 32. aðalfundar LS frá Árborg:

 

efnisyfirlit síðunnar

...