Sakar Hafró um andvaraleysi - Landssamband smábátaeigenda

Sakar Hafró um andvaraleysi
Georg Arnarson eigandi Blíðunnar VE er ómyrkur í máli í áramótapistli sínum.  M.a. er hörð gagnrýni á Hafrannsóknastofnun sem hann segir hafa sofið á verðinum gagnvart ástandi löngustofnsins.


Gefum Georgi orðið:

Georg.jpg
„Fyrir ca. 10 árum síðan kom mikil uppsveifla í lönguna, sem hefur verið mín grunntegund síðustu árin.  Fyrir 3 árum fór ég að verða var við það að stofninn var farinn að fara niður á við, en þrátt fyrir það, þá jók Hafró við löngukvótann öll þessi 3 ár síðan þá og með þeim afleiðingum að fyrir næsta fiskveiðiár hefur Hafró rumskað upp við vondan draum og löngukvótinn skorinn niður núna um 42%, sem er allt of seint gripið inn í, vegna þess að stórir linuveiðarar eru fyrir þó nokkru síðan búnir að hreinsa upp öll löngumið meira og minna við suðurströndina og því algjörlega vonlaust fyrir litla trillu frá Vestmannaeyjum að ætla að fara að gera út á tegundir sem eru ekki lengur til í hafinu, nema i svo litlu magni að veiðarnar borga sig ekki.“  

efnisyfirlit síðunnar

...