Snæfell hafnar uppboðsleiðinni - Landssamband smábátaeigenda

Snæfell hafnar uppboðsleiðinni
Á aðalfundi Snæfells sem haldinn var í Grundarfirði í gær, sunnudaginn 11. september, 
átti sér stað þung umræða um veiðigjöld og uppboð á veiðiheimildum.  


Uppboðsleið og veiðigjöld
Fundurinn mótmælti harðlega öllum tillögum um uppboðsleið aflaheimilda enda stefna þær útgerð um land allt í uppnám og óvissu.
P1090143.jpg

Í umræðu um veiðigjöld var samþykkt áskorun til stjórnvalda að lækka þau hjá útgerðum sem ekki hafa vinnslu á bakvið sig.  Á þann hátt mætti jafna aðstöðumun sem er á milli stærri útgerða og þeirra smærri.  


Þang og þari
Nærumhverfi smábátaeigenda í Snæfelli fékk sína umræðu.  Höfðu menn áhyggjur vegna áforma um stórfellda vinnslu þara og þangs við Breiðafjörð.  Fundurinn samþykkti að beina því til stjórnvalda að auka rannsóknir um lífríki Breiðafjarðar.  Að fyrirhugaðar framkvæmdir verði háðar umhverfismati.


Byggðakvóti
Byggðakvóti var gagnrýndur á fundinum.  Fram kom að dæmi væru um að honum væri úthlutað til byggðarlaga þar sem ekki væri unninn afli.   Þær aflaheimildir væru betur komnar til strandveiða.  
Áhersla var lögð á að byggðakvóti væri eingöngu nýttur af dagróðrabátum.


Makríll
Í umræðu um makríl komu fram áhyggjur vegna verðlækkunar og erfiðleika á mörkuðum.  Samþykkt var að kvika ekki frá kröfu LS um 16% hlut smábáta í heimildum til makrílveiða.


P1090154.jpg
Innheimta veiðigjalds
Megn óánægja var með breytingar sem gerðar voru á fyrirkomulagi um greiðslu veiðigjalds.  Samþykkt var að óska eftir það yrði fært  í fyrra horf, þ.e. að handhafar veiðiréttar væru greiðendur, en ekki þeir sem veiða.  Breytingin misheppnuð og hefði leitt til hækkunar á kvótaverði en ekki lækkunar eins og fyrirhugað hafði verið.


Strandveiðar
Strandveiðar - barist verði fyrir samfelldum tíma 4 daga í viku (mánud. - fimmtud.) á tímabili strandveiða maí - ágúst.


Ályktanir fundarins:Stjórn Snæfells var endurkjörinn en hana skipa:

Guðlaugur Gunnarsson formaður
Ásmundur Guðmundsson meðstjórnandi 
Björgvin Lárusson gjaldkeri
Runólfur Kristjánsson ritari
Örvar Marteinsson meðstjórnandi


Fundurinn var vel sóttur og hugur meðal félagsmanna í Snæfelli.
 

efnisyfirlit síðunnar

...