Vistvænar strandveiðar - Landssamband smábátaeigenda

Vistvænar strandveiðar
Aðalfundur Strandveiðifélagsins KRÓKS var haldinn á Patreksfirði 17. september sl.  Góður bragur var á fundinum og fjöldi ályktana afgreiddar sem tillögur til 32. aðalfundar Landssambands smábátaeigenda.


Þau málefni sem mest fyrirferð var í voru strandveiðar, laxeldi, veiðigjald, makrílveiðar, grásleppa og byggðakvóti.

P1090156.jpg
Einhugur var á fundinum um að berjast eigi fyrir umbótum á strandveiðikerfinu.  Að stjórnvöld heimili samfellda sókn í þá 4 mánuði sem það stendur yfir.


Stjórn Strandveiðifélagsins KRÓKS var endurkjörin.


Myndin sýnir stjórnina bera saman
bækur sínar.

Fv.
Davíð Bredesen gjaldkeri
Hafþór Jónsson ritari
Friðþjófur Jóhannsson formaður 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...