Alls 541 tonni landað á Norðurfirði - Landssamband smábátaeigenda

Alls 541 tonni landað á Norðurfirði

Aðalfundur Stranda var haldinn á Hólmavík 24. september sl.  Að venju var fundurinn vel sóttur og umræður hinar fjörugustu.  Allt milli himins og jarðar rætt þar sem m.a. var vitnað í Kommúnistaávarp Marx og Engels í snörpum umræðum um hinn frjálsa markað.  


Strandveiðikerfið var Strandamönnum hugleikið, einkum mikilvægi þess fyrir hinar dreifðu byggðir.  Rætt var um að líklega væri byggð í Árneshreppi að engu orðin ef strandveiðar nyti ekki við.  Á Norðurfirði lönduðu alls 29 bátar 541 tonni sem setti höfnina í þriðja sæti yfir þær aflahæstu við strandveiðar á sl. sumri. 
Á félagssvæði Stranda lönduðu 55 strandveiðibátar alls 840 tonnum sem svarar til 9,2% af heildarafla til strandveiða.   


Auk strandveiða eru grásleppuveiðar mjög mikilvægar á Ströndum.  Þær gengu vel á síðustu vertíð sem m.a. sýnir sig á löndunartölum.  Hvergi var landað meiru en á Drangsnesi, en þar skilaði grásleppan alls 1.152 tunnum af hrognum.   Stjórn Stranda er skipuð eftirtöldum:

Haraldur Ingólfsson formaður
Anna Þorbjörg Stefánsdóttir ritari
Már Ólafsson gjaldkeri. Frá Norðurfirði.jpg
Frá Norðurfirði
 

efnisyfirlit síðunnar

...