Stemning fyrir aðalfundi LS - Landssamband smábátaeigenda

Stemning fyrir aðalfundi LS
Aðalfundur Landssambands smábátaeigenda er nú haldinn í aðdraganda kosninga.  Það er í fyrsta skipti sem sú staða kemur upp sem gefur smábátaeigendum tækifæri til að nota fundinn til að þrýsta á um afstöðu stjórnmálamanna til málefna smábátaeigenda.
Sérstakur liður er á dagskrá fundarins varðandi þennan þátt.


Ályktanir aðalfunda svæðisfélaga LS hafa verið að berast til skrifstofunnar á undanförnum dögum.  Eins og venja er eru þær aðgengilegar hér á heimasíðunni.  Vinstra megin í kassa merktum „Aðalfundur 2016“.  Þar verða einnig nauðsynlegar upplýsingar sem tengjast fundinum.


aðalf fánar.jpgLS merkir mikinn áhuga fyrir fundinum þegar tekið er mið af skráningu áheyrnarfulltrúa og heimsóknum á heimasíðu.   Ítrekað er að aðalfundurinn er opinn öllum smábátaeigendum innan vébanda LS.

 


Rétt til setu á aðalfundinum með fullréttind hafa: 

Stjórn LS 
Kjörnir fulltrúar svæðisfélaga 36 talsins
Framkvæmdastjóri LS


Myndin hér að neðan sýnir skiptingu fulltrúa og fjölda báta.

Screen Shot 2016-10-07 at 15.30.28.jpg


 

efnisyfirlit síðunnar

...