Neikvæð ávöxtun hjá Gildi - Landssamband smábátaeigenda

Neikvæð ávöxtun hjá Gildi
Á sjóðfélagafundi Gildis lífeyrissjóðs sem haldinn var í dag var farið yfir stöðuna eftir fyrstu níu  mánuði ársins.  Því miður voru ekki færðar fréttir af góðri ávöxtun í þetta skipti.  Raunávöxtun neikvæð um 2,7%, en var jákvæð um 3,93% á sama tímabili 2015.  Viðsnúningur frá sama tíma um 6,6%.  


9b6b01ca-9352-4843-95fe-ac087cca9327.jpg
Það kom fram á fundinum að við losun hafta fyrir lífeyrissjóðina til fjárfestinga erlendis hafi Gildi fengið heimild fyrir 11,7 milljarða og hefur sjóðurinn nýtt hana að fullu.  Hætt er við að hluti af slæmri ávöxtun nú megi rekja til þessarar ákvörðunar.


Mikil aukning hefur orðið í lántöku sjóðfélaga, en lán hjá sjóðnum eru af mörgum talin þau hagstæðustu sem eru í boði á markaðinum.   

efnisyfirlit síðunnar

...