Yfirlýsing frá LS vegna verkfalls sjómanna - Landssamband smábátaeigenda

Yfirlýsing frá LS vegna verkfalls sjómanna
Í aðdraganda verkfalls sjómanna gætti misræmis í túlkun hjá Landssambandi smábátaeigenda og Sjómannasambands Íslands um hverja fyrirhugað verkfall næði til.  
Landssamband smábátaeigenda leitaði vegna þessa til Láru V. Júlíusdóttur hrl. þar sem óskað var álits hennar á gildissviði deilunnar.  Niðurstaða LVJ sbr. bréf dagsett 26. október sl.  er að verkfallið nái ekki til sjómanna sem starfa hjá smábátaeigendum sem eru félagsmenn í LS. 


Vangaveltur hafa verið um hvort útgerðarmenn smábáta geti komist hjá verkfalli með því að gerast félagsmenn í Landssambandi smábátaeigenda.  LS er umhugað um að blanda sér ekki í þessa erfiðu deilu.  Stjórn LS samþykkti þann 8. nóvember sl. eftirfarandi yfirlýsingu sem ákveðið var, kæmi til verkfalls,  að birta í dag þann 11. nóvember:


LS er samband félaga og svæðisfélaga smábátaeigenda. 
Tilgangur þess er að tryggja sameiginlega hagsmuni smábátaeigenda á öllum sviðum, vera opinber málsvari 
þeirra og stuðla að framförum á sviði fiskveiða, vöruvöndunar, öryggis- og tryggingamála og annarra mála er þá varða.


Á þeim tíma sem verkfall stendur yfir mun Landssamband smábátaeigenda ekki samþykkja umsóknir um félagsaðild.


Yfirlýsingu þessari er ætlað að koma í veg fyrir að LS 
blandist inn í þessa erfiðu deilu og er einnig ætlað að 
verða til þess að lausn finnist sem fyrst.   


logo_LSx.jpg
 

efnisyfirlit síðunnar

...